Svar við kallinu!
Ég gef kost á mér.
Ég hef tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér í 2. sæti á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi. Eftir framúrskarandi samstarf við mitt fólk í Múlaþingi undanfarið ár og þann góða stuðning sem ég hef fundið úr samfélaginu undanfarin misseri var ákvörðunin auðveld. Reynsla mín úr stjórnsýslunni er víðtæk og innkoma mín í stjórnmál á sveitarstjórnarstigi hefur verið afar ánægjuleg.
Ég hef trú á því að ég sé að svara kalli um ferska vinda, nýliðun og sterka rödd fyrir allt kjördæmið og landið allt. Málefnin eru númer eitt og hef ég lagt mig fram við að standa vörð um þau. Jafnrétti, umhverfisvernd, sjálfbærni og nýsköpun svo fátt eitt sé nefnt.Ég hlakka til að takast á við næstu vikur, fylgja sannfæringu minni og köllun hjartans og vinna fyrir fólk úr öllum stigum samfélagsins að okkar góðu málefnum.
Nýjustu fréttirnar
- Ákall eftir samráði um skipulagsmál í MúlaþingiHöfundur: Jódís Skúladóttir • Skrifað: 19. mars 2021.Skipulagsmál eru ein mikilvægasta stoðin fyrir velferð sveitarfélaga. Það er allt undir, íbúðarhúsnæði, fyrirtækjarekstur, lýðheilsa íbúa og öryggi. Í Múlaþingi bíða ærin verkefni við að ná utan um skipulagsmál gömlu sveitarfélaganna sem sameinuðust í haust. Mikill húsnæðisskortur er í Múlaþingi og það í öllum[…]
- Stefnum áfram í rétta áttJódís Skúladóttir skrifar 11. mars 2021 Það eru mörg góð og vegleg verk sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur staðið fyrir á kjörtímabilinu, ekki síst þegar horft er til þeirra flóknu tíma sem við lifum á í skugga heimsfaraldurs. Margar góðar lausnir hafa verið kynntar af ríkistjórninni. Ekki einungis til að bregðast[…]
- Kynningarmyndband
- Að svara kallinuGrein í Austurfrétt 02. febrúar 2021. Lífið fer með okkur í ótal hringi og engin veit sína ævi fyrr en öll er. Röð tilviljana í bland við góðar ákvarðanir hafa komið mér á þann stað sem ég er í dag, einmitt þar sem mig dreymdi um að vera. Ég hef[…]
- Hver vegur að heima er vegurinn heimBirt á visir.is þann 27.01.2021 Ein mikilvægasta forsenda vaxtar og velfarnaðar á landsbygðinni eru góðar samgöngur. Aðgengi allra íbúa landsins að verslun og þjónustu er hluti jafnréttisbaráttunnar. Grunnþjónustu þurfa íbúar á strjálbýlum svæðum oft að sækja um langan veg. Margt gott hefur gerst í samgöngumálum í kjördæminu, og um land[…]