Jódís Stefnir á 2. sætið

Frétt af Austurfrétt 26.01.2021

Tólf manns gefa kost á sér í forvali VG

Höfundur: Gunnar Gunnarsson • Skrifað: 26. janúar 2021.Tólf einstaklingar gefa kost á sér í forvali Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosninga. Þrjú lýsa yfir framboð í oddvitasætið.

Frestur til að skila inn framboðum rann út á laugardagskvöld. Kjörstjórn fundaði með frambjóðendum í gærkvöldi og staðfesti síðan listann.

Eftirtalin gefa kost á sér:

Angantýr Ásgeirsson, sálfræðinemi, Akureyri.
Ásrún Ýr Gestsdóttir, nemi, Akureyri.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Alþingismaður, Ólafsfirði, 1. sæti.
Cecil Haraldsson, fyrrverandi sóknarprestur, Seyðisfirði, 4.-5. sæti.
Einar Gauti Helgason, matreiðslumeistari, Akureyri.
Helga Margrét Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur og meistaranemi, Eyjafjarðarsveit.
Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað. 1 – 2 sæti.
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varabæjarfulltrúi, Akureyri, 3. sæti.
Jódís Skúladóttir, lögfræðingur, verkefnastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, Múlaþingi 2. sæti.
Kári Gautason, framkvæmdastjóri í fæðingarorlofi, Reykjavík, 2. sæti.
Óli Halldórsson, forstöðumaður, Húsavík, 1. sæti.
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson, bóndi, Þingeyjarsveit.

Kosið verður rafrænt 13. – 15. febrúar.

Þá var í gærkvöldi ákveðið að halda þrjá rafræna málefnafundi með frambjóðendum, sem verða sem hér segir.

Laugardag 6. febrúar kl. 11:00
Miðvikudag 10 febrúar kl. 20:00
Laugardag 13. febrúar kl. 11:00

Scroll to Top