Um mig

Ég er lögfræðingur að mennt og vinn sem verkefnastjóri hjá Austurbrú. Ég á fjögur yndisleg börn, ólst að mestu upp í Fellabæ og er búsett þar. Ég er oddviti Vinstri grænna í Múlaþingi og sit þar í sveitastjórn. Ég hef látið mig málefni hinsegin fólks á Austurlandi varða og ásamt fleirum stofnaði ég samtökin Hinsegin Austurland. Ég hef enda mikinn hug á því að berjast fyrir jafnara samfélagi, hvort sem það er á sviði kvenréttinda, hinsegin fólks, eldri borgara, fólks af erlendum uppruna eða öryrkja. Ég er mikill umhverfissinni, tala fyrir fjölbreyttu atvinnulífi og blómlegu menningarlífi.

Scroll to Top